Brynjar Þór Björnsson setti síðustu 5 stigin í Röstinni í kvöld og þar á meðal ansi umdeilt víti sem Eggert Þór Aðalsteinsson dæmdi á Ólaf Ólafsson á lokasekúndum leiksins. Grindvíkingar afar óhressir og ekki nema von því dómurinn kolrangur og Brynjar Þór Björnsson vitnar um það í viðtalinu hér að neðan.



