spot_img
HomeFréttirBrynjar með nýjan tveggja ára samning hjá KR: Þreifar samt fyrir sér...

Brynjar með nýjan tveggja ára samning hjá KR: Þreifar samt fyrir sér erlendis

 
Brynjar Þór Björnsson gerði í dag nýjan tveggja ára samning við Íslands- og bikarmeistara KR en þrátt fyrir þá skuldbindingu er Brynjar að leita fyrir sér erlendis og hafa hans menn í KR þegar gefið þau svör að ekki verðið staðið í vegi leikmannsins ef hleypur á snærið utan landsteinanna.
Nokkuð víst þykir að Marcus Walker leiki ekki hérlendis á nýjan leik og ekki ósennilegt að Pavel Ermolinskij reyni einnig að kanna sína möguleika erlendis og ef Brynjar bætist í þann hóp eru allir þrír byrjunarliðsbakverðir KR hugsanlega á förum.
 
Karfan TV ræddi við Brynjar um áætlanir sínar, sjá hér.
 
Mynd/ Brynjar og Hrafn Kristjánsson þjálfari KR í DHL-Höllinni í dag.
 
Fréttir
- Auglýsing -