spot_img
HomeFréttirBrynjar: Maður ólst upp við það að Teitur Örlygsson kláraði KR...

Brynjar: Maður ólst upp við það að Teitur Örlygsson kláraði KR oft á tíðum

10:22

{mosimage}

Brynjar Þór  Björnsson hefur skorað margar glæsilegar þriggja stiga körfur nú í vorog  fagnað tveimur Íslandsmeistaratitlum. Karfan.is langaði að forvitnast hvernig kappanum liði þessa dagana og hvað væri framundan í sumar.

Kannski að byrja á að óska þér til hamingju með  Íslandsmeistaratitilinn eðatitlana, þú ert búinn að vinna tvo í vetur. Þú  hefur nú unnið þá marga en í veturkom sá fyrsti í meistaraflokki. Er hægt að  lýsa tilfinningunni að vinna þann titil? ,,Ég hef verið  ótrúlega heppinn í gegnum árin að lenda með algjörum snillingum íliði, og þá  skiptir ekki máli hvort það hafi verið með yngri landsliðum eða KR.Titlarnir  sem ég hef unnið með þeim hafa oft á tíðum verið gríðarlega ljúfir, enþað toppar ekkert þennan titil þar sem þessi úrslitakeppni var eitt STÓRT ævintýri þar sem við lentum hvað eftir annað með bakið upp við vegg en tókst alltaf að  komatil baka og fullkomnuðum þetta síðan með sigri í framlengdum  leik fyrir framan 1500áhorfendur þar sem 1200 voru KR-ingar.

Nú ert þú búinn að skora nokkra ævintýralega  þrista í vor. Ertu búinn að æfa svona langskot eitthvað sérstaklega? Hvað ertu  að hugsa í skotinu? Finnur þú strax að boltinn muni fara ofan í? ,,Ég hef náttúrlega  æft þriggja stiga skot frá því ég var lítill þannig það hefur ekkert breyst.  Ég hugsa ekki mikið þegar ég tek þessi skot, en ég vil fá að  taka þessi skot og mér líður vel með boltann í lokinn og trúi því alltaf að ég  muni hitta,  maður ólst upp við það að Teitur  Örlygsson kláraði KR oft á tíðum með svaka þriggja stiga bombum. Allt frá  því ég byrjaði að æfa hef ég litið mikið upp til hans, því hann sýndi alltaf  kjark og þor þegar mest á reyndi, en það tókst ekki alltaf en hann hélt  alltaf áfram. Þess vegna er hann mesti sigurvegari í íslenskum körfubolta frá upphafi.

Hvað með næsta vetur? Verður þú áfram í KR? Leitar  hugurinn erlendis? ,,Ég verð áfram í  KR og hlakka gífurlega til næsta veturs þar sem við verðum í Evrópukeppni og  parket verður lagt í Höllina. Auðvitað leitar hugurinn erlendis, eneins og  staðan er í dag ætla ég að klára Menntaskólann við Sund og skoða síðan framhaldið eftir það. En hugurinn leitar tvímælalaust erlendis.

Nú hefur þú stundum farið á sumrin í æfingabúðir  erlendis, er stefnan sett áeitthvað slíkt núna þegar engin verkefni eru fyrir  þinn landsliðsárgang? ,,Eins og stendur  er það ekki á dagskránni, þannig ég verð heima í sumar að bæta migog styrkja.”

mynd: Stefán Helgi

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -