Stelpur á aldrinum sex til níu ára tóku sameiginlega æfingu í Ásgarði í morgun, en hjá þessum yngstu stúlknaflokkum er eitthvað minna um jólafrí, enda stelpurnar afar kappsfullar að sögn þjálfaranna þeirra. Um 40 stúlkur mættu klukkan níu í morgun og æfðu undir stjórn Brynjars Karls Sigurðssonar og Kjartans Atla Kjartanssonar. Sá fyrrnefndi er þekktur fyrir magnaða danstakta og kenndi hann yngri stúlkunum dans, sem eldri stelpurnar dansa alla sunnudaga.
Dansinn er unninn upp úr varnarstöðunum í körfubolta og finnst stúlkunum ótrúlega gaman að taka nokkur nett spor.
Yngstu stúlknaflokkarnir eru afar fjölmennir hjá Stjörnunni og eru stelpurnar ákaflega áhugasamar, sem og foreldrarnir, sem taka virkan þátt í starfinu.
Brynjar Karl, þjálfari 8 til 9 ára stúlkna, tók 40 stelpur í danskennslu í morgun. Þvílíkur meistari!
Posted by Stjarnan körfubolti on Tuesday, December 22, 2015



