spot_img
HomeFréttirBrynjar Karl: Býst við mikið af góðum æfingum

Brynjar Karl: Býst við mikið af góðum æfingum

Breiðabliksmaðurinn Brynjar Karl Ævarsson er farinn af stað þar sem hann verður í viku hjá ACB deildarliðinu UCAM Murcia. Karfan.is náði stuttlega tali af Brynjari Karli sem lagður er af stað til Spánar í reynslutímann sinn.
 
 
Hvernig leggst heimsóknin til Spánar í þig?
Mér líst bara mjög vel á þessa heimsókn, þetta verður mikil upplifun.
 
Svona fyrirfram, við hverju býst þú hjá Murcia?
Ég býst við mikið af góðum æfingum enda gott körfuboltafelag.
 
Veistu eitthvað hvernig dagskráin verður hjá þér úti?
Já á mánudeginum tek ég eina æfingu með U-18 liðinu þarna og svo á þriðjudeginum tek ég held ég tvær æfingar með jafnöldum mínum og svo á miðvikudeginum æfi ég með 19-24 ára aldurshópnum.
 
Hvernig kom þetta allt til, sendi Borce myndbönd af þér út?
Já Borce vildi hjálpa mér og hann byrjaði að taka upp flest alla leiki sem ég spilaði og sendi þá svo út.
 
Planið að fara í atvinnumennsku í náinni framtíð?
Já það er nátturulega draumurinn!
  
Mynd/ [email protected] – Brynjar Karl sækir að Njarðvíkurvörninni í bikarúrslitum yngri flokka á síðustu leiktíð.
Fréttir
- Auglýsing -