spot_img
HomeFréttirBryndís til liðs við Keflavík - Viðræður við Maríu Ben

Bryndís til liðs við Keflavík – Viðræður við Maríu Ben

Keflvíkingar hafa gengið frá munnlegu samkomulagi við miðherjann Bryndísi Guðmundsdóttur en hún lék með KR-ingum í fyrra. Bryndís er uppalinn Keflvíkingur og hefur allan sinn feril leikið með Keflvíkingum áður en hún söðlaði um og hélt í Vesturbæinn í fyrra haust. Bryndís glímdi við erfið meiðsli hjá KR og liðinu gekk ekki sem skildi. www.vf.is greinir frá.?
Í frétt VF segir ennfremur:
?Bryndís mun því leika undir stjórn nýs þjálfara, Sigurðar Ingimundarsonar á næsta tímabili. Fregnir herma einnig að Keflvíkingar vilji líka fá aðra heimastúlku í sínar raðir en viðræður standa víst yfir um að María Ben Erlingsdóttir muni ganga til liðs við Keflvíkinga á ný eftir langa fjarveru. Hún lék í Texas í háskóla í fjögur ár og í fyrra lék hún með Valsstúlkum.
 
??„Þetta var ekki svo erfið ákvörðun. Við kærastinn minn fluttum aftur til Keflavíkur eftir áramót en við vorum ekki alveg að finna okkur í Reykjavík,“ sagði Bryndís í samtali við Víkurfréttir nú fyrr í kvöld. Hún sagði jafnframt að það væri gott að vera komin heim og fá að spila fyrir jafn virtan þjálfara og Sigurð. „Það verður alveg frábært. Ég hef ekki leikið undir hans stjórn áður en maður hefur alveg leitað til hans í gegnum tíðina og þekkir hann vel. Ég held líka að hann verði frábær með ungu stelpurnar en það eru ákveðin kynslóðaskipti í gangi hjá Keflavík.“ ??
 
Bryndís er að ná sér af meislum en hún hefur verið frá síðan í febrúar. Bryndís á vafalaust eftir að reynast Keflvíkingum mikill liðsstyrkur á næsta tímabili.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -