spot_img
HomeFréttirBryndís körfuknattleiksmaður ársins hjá Ármanni

Bryndís körfuknattleiksmaður ársins hjá Ármanni

14:08
{mosimage}

(Bryndís ásamt Snorra Þorvaldssyni formanni Ármanns)

Bryndís Gunnlaugsdóttir var fyrir skemmstu útnefnd körfuknattleiksmaður ársins hjá Ármanni fyrir árið 2007. Bryndís er á sínu þriðja tímabili með Ármanni sem leikur í 1. deild kvenna. Þá hefur Bryndís verið fyrirliði liðsins öll árin sín hjá félaginu.  

Bryndís var einnig kjörinn körfuknattleiksmaður ársins tímabilið 2005 hjá Ármanni og mikilvægasti leikmaður meistaraflokks kvenna tímabilið 2006-2007. Bryndís er uppalinn Grindvíkingur en hefur einni leikið með Breiðablik og ÍR. Hún lék sinn fyrsta meistaraflokks leik gegn Val í nóvember fyrir 12 árum síðan.  

Tölur Bryndísar hjá Ármanni síðustu 3 ár: 

Tímabilið: 2005-2006,10.1 stig að meðaltali
Tímabilið: 2006-2007, 9,4 stig að meðaltali
Tímabilið: 2007-2008, er með 14 stig að meðaltali

 

Fréttir
- Auglýsing -