spot_img
HomeFréttirBryndís Hanna tekur slaginn með Stjörnunni næstu leiktíð

Bryndís Hanna tekur slaginn með Stjörnunni næstu leiktíð

 
Haukakonan Bryndís Hanna Hreinsdóttir ætlar að söðla um þetta sumarið og segja skilið við Hauka og leika með Stjörnunni í 1. deild kvenna á næstu leiktíð. Bryndís hefur síðustu fimm tímabil verið á mála hjá Haukum en færir sig nú yfir í nágrannasveitarfélagið.
,,Mig langaði að breyta til og prufa eitthvað nýtt eftir að hafa spilað með Haukum síðustu fimm tímabil. Mér líst vel á allt hjá Stjörnunni þar sem ég þekki aðeins til þar og er bara spennt að hefja næstu leiktíð með Stjörnunni,“ sagði Bryndís sem lék 17 leiki með Haukum á síðasta tímabili og gerði þar 2,7 stig að meðaltali í leik.
 
Fréttir
- Auglýsing -