spot_img
HomeFréttirBryndís er ekki með slitið krossband en Helga er úr leik

Bryndís er ekki með slitið krossband en Helga er úr leik

KR verður án tveggja lykilmanna á næstunni en liðið stendur í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni. Varafyrirliðinn Helga Einarsdóttir verður ekkert meira með á tímabilinu vegna meiðsla í baki og Bryndís Guðmundsdóttir missir af næstu þremur til fjórum vikum. www.visir.is og Fréttablaðið greina frá þessu í dag.
 
Meiðsli Bryndísar voru samt ekki eins alvarleg og óttast var. Hún meiddist á sama hné og hún sleit krossband fyrir nokkrum árum en fékk þær jákvæðu fréttir í gær að krossbandið væri heilt.
 
 
Tengt efni:
Fréttir
- Auglýsing -