Á tímabili virtist sem svo að Bryndís Guðmundsdóttir ætlaði ekki að spila neitt á tímabilinu þar sem hún og uppeldisklúbbur hennar væru ekki að ná saman samkvæmt henni. En eitthvða hefur breyst á síðustu dögum því í kvöld kvittaði Bryndís undir nýjan samning við lið Snæfell og mun leika með liðinu á þessu tímabili. "Við náðum samkomulagi við Keflvíkinga varðandi Bryndísi sem verður ekkert rætt meira." sagði Ingi Þór Steinþórsson í snörpu spjalli við Karfan.is
Bryndís er svo sannarlega hvalreki fyrir Íslandsmeistarana en hún mun koma til með að vera í svokölluðum "Blikapakka" fyrir Snæfell, þ.e.a.s hún mun æfa með Breiðablik en spila með Snæfell. "Þetta hefur verið svona með nokkra leikmenn síðustu ár og við höfum hampað titilnum þau ár, þannig að þetta virkar bara fínt" sagði Ingi Þór ennfremur.



