spot_img
HomeFréttirBryant fór á sína fyrstu æfingu í gær

Bryant fór á sína fyrstu æfingu í gær

13:27 

{mosimage}

 

 

Kobe Bryant fór á sína fyrstu æfingu í gær á undirbúningstímabilinu með Los Angeles Lakers eftir að hafa undirgengist aðgerð á hægra hné. ,,Ég gerði ekki allar æfingarnar, bara sumar þeirra og mér leið ágætlega,” sagði Bryant.

  

Kobe fór í aðgerðina þann 15. júlí síðastliðinn og þá var talið að hann yrði frá í um 12 vikur. Þó Bryant hefði ekki fundið fyrir eymslum í hnénu sagði hann það ekki hafa verið nægilega sterkt og því hefði hann ákveðið að fara í aðgerðina.

 

,,Við höfum gert allt sem við getum hvað hnéð varðar svo næsta skref er bara að koma fótunum almennilega undir mig. Eins og stendur eru ýmsar hreyfingar sem ég get ekki gert,” sagði Bryant.

 

Bryant sagðist efins um að hann myndi leika í tveimur æfingaleikjum sem fram fara í næstu viku en hann vonast til þess að ná minnst einum æfingaleik áður en leiktíðin hefst þann 31. október.

Fréttir
- Auglýsing -