Mike Brown, þjálfari Cleveland Cavaliers, mun stýra liði Austurstrandarinnar í Stjörnuleik NBA sem fer fram í Phoenix eftir tvær vikur. Cleveland vann LA Clippers í nótt og þó þeir séu í öðru sæti Austurdeildarinnar má Doc Rivers hjá Boston ekki stýra liðinu því að það gerði hann í fyrra.
Í liðinu hittir hann fyrir kunnuglegt andlit, lærisvein sinn LeBron James, en leikstjórnandi Cavs, Mo Williams, hlaut ekki náð fyrir augum þeirra sem sjá um val á liðum, James og Brown til ama.
Smellið hér til að sjá liðin sem mætast í Stjörnuleiknum.
Mynd/Reuters: Brown og James ræða málin
ÞJ



