Þeir snillingar frá RÚV með Óskar Nikulásson, Keflvíking með meiru í fararbroddi hafa nú tekið saman og klippt í eitt rándýrt myndband sem sýnir brot af því besta frá liðinu í leikjunum í Berlín. Hægt er að skoða myndbandið hér að neðan.
Hér má sjá brot af því besta sem íslenska körfuboltalandsliðið bauð þjóðinni uppá á Evrópumótinu. Vilhjálmur Siggeirsson, dagskrárgerðarmaður, setti saman þessi myndbrot með fallegustu körfunum og því besta frá stuðningsliði landsliðsins sem heillaði alla upp úr skónum undanfarna 6 daga.
Posted by RÚV Íþróttir on Friday, September 11, 2015



