San Antonio Spurs hafa komið sér í afar þægilegt 3:0 forystu í einvígi sínu gegn Portland Trail Blazers. Í nótt sigruðu Spurs 118:103 í Portland þar sem að Tony Parker sett niður 29 stig fyrir Spurs. Lamarcus Aldridge setti 21 stig og tók 12 fráköst fyrir Blazers. Tim Duncan hinn síungi setti niður 19 stig og tók þar með fram úr Karl Malone á stigalista NBA og er nú 5 stighæsti leikmaður NBA frá upphafi.
Brooklyn Nets komust á blað í nótt með sigri gegn Miami Heat. Brooklyn sem hafði sópað liði Miami í deildarkeppninni í vetur settu 15 þrista niður sem hjálpuðu til með 104:90 sigur á heimavelli sínum í New York þar sem Jay-Z og eiginkona hans Beyoncie ásamt Íslandsvininum Jake Gyllenhal voru mætt á leik. 28 stig frá Lebron James dugðu skammt að þessu sinni en það var Joe Johnson sem var stigahæstur hjá þeim Brooklyn mönnum með 19 stig.



