Brooklyn Daily Eagle valdi Martin Hermannsson nýliða ársins eða „All-Brooklyn Rookie of the Year“ eins og segir í frétt blaðsins á brooklyneagle.com.
Í umsögn blaðsins um frammistöðu Martins á hans fyrsta tímabili í bandaríska háskólaboltanum kemur fram að Martin hafi verið með 10,1 stig, 3,8 fráköst og 3,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Þá segir einnig í umsögninni að lið LIU sé vel skipað hæfileikaríkum leikmönnum á yngri stigum (freshmen) og að sennilega líði ekki á löngu uns skólinn blandi sér í baráttuna um NEC riðilinn.
Jalen Cannon liðsfélagi Gunnars Ólafssonar var svo valinn besti leikmaðurinn eða All-Brooklyn MVP.



