spot_img
HomeFréttirBrooke Johnson til liðs við Val

Brooke Johnson til liðs við Val

Valur hefur samið við Bandaríska bakvörðinn Brooke Johnson um að leika með liðinu í Dominos deild kvenna á næstu leiktíð. Þetta tilkynnti félagið í morgun. 

 

Í tilkynningu Vals segir: "Hún útskrifaðist úr Las Vegas háskólanum (UNLV) í vor. Hún var valin í “All-Mountain West” deildar liðið árin 2017 og 2018 og líka í varnarliði deildarinnar.  Bill Laimbeer bauð henni til æfinga hjá Las Vegas Aces í WNBA eftir að tímabilinu lauk sem undirstrikar hversu efnileg hún er."

 

Brooke er 22 ára og 181cm og spilar stöðu bakvarðar/leikstjórnanda. Hún skoraði 16,1 stig, tók 2,9 fráköst, var með 4,3 stoðsendingar og stal boltanum 1,9 sinnum að meðaltali í vetur og var að auki með 91% vítanýtingu.

Fréttir
- Auglýsing -