spot_img
HomeFréttirBrjálaður buzzer í Brooklyn

Brjálaður buzzer í Brooklyn

Tíu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Charlotte Hornets fengu Chicago Bulls í heimsókn og höfðu betur gegn gestum sínum 108-91 þar sem Kemba Walker fór fyrir Hornets með 30 stig. Walker var einnig með 7 fráköst og 8 stoðsendingar í leiknum en Pau Gasol gerði 22 stig, tók 10 fráköst og gaf 7 stoðsendingar í liði Bulls. Sigurinn var nokk mikilvægur hjá Hornets sem berjast hart fyrir sæti í úrslitakeppni austurstrandarinnar.

Joe Johnson var svo hetja Brooklyn Nets í nótt með erfiðum buzzer sem tryggði Nets 105-104 sigur gegn Denver Nuggets en buzzerinn er hægt að sjá í myndbandinu hér að neðan. 

 

Þá áttu LeBron James og Cleveland Cavaliers ekki í teljandi vandræðum með Sacramento Kings. Lokatölur 120-100 Cavs í vil þar sem Kyrie Irving fór mikinn hjá Cavs með 32 stig, 12 stoðsendingar og 3 fráköst. Kevin Love var mættur aftur í slaginn eftir smá hnjask á dögunum og skilaði af sér 11 stigum á tæpum 28 mínútum. LeBron klukkaði svo inn þrennu með 21 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar. 

 

Topp 10 tilþrif næturinnar 

 

 

Úrslit næturinnar 
 

FINAL

 

CHI

91

CHA

108

1 2 3 4 T
20 22 23 26 91
 
 
 
 
 
38 19 30 21 108
 

HIGHLIGHTS

       

 

FINAL

 

SAC

100

CLE

120

1 2 3 4 T
23 22 25 30 100
 
 
Fréttir
- Auglýsing -