Baylor leikmaðurinn Brittney Griner (203 cm.) átti góðan leik með liðinu sínu í fyrradag á móti Texas State. Hún var með 26 stig, 8 fráköst, 3 varin skot og 2 troðslur. Leikurinn var nokkur einstefna og endaði 99-18 (47-5) fyrir Baylor. Um þessar mundir er lið hennar talið vera það fimmta besta í NCAA.
Brittney hefur leikið vel í vetur og er á fyrsta árinu hjá Baylor. Þrátt fyrir að keppnistímabilið sé aðeins hálfnað þá er hún búinn að slá skólametið í vörðum skotum, hún er komin með 87 varin skot eftir 14 leiki. Hún náði góðri þrennu (34 stig, 13 fráköst og 11 varin skot) í leik fyrir jólin
Það hafa aðeins sjö konur náð að troða í bandarískum háskólakörfuknattleik og í árslok 2009 höfðu þessar konur troðið samtals um 20 sinnum.



