Fjölnir mætti í Hólminn í Domino´s deild kvenna nýbúnar að leysa Porsha Porter undan samningi og fá til sín þekkta stærð í Britney Jones sem var hjá þeim á síðasta tímabili. Fjölnisstúlkur byrjuðu af meiri krafti þó bæði varnir og sóknir liðanna væru þungar í upphafi þá leystu Fjölnir sína vörn betur og uppskar að komast í 2-7 með öll stigin frá Jones. Ingi þurfti að ræða sinn mannskap sem komu ákveðnari í leikinn og komust yfir 11-10 þar sem þristur frá Berglindi kveikti von. Liðin skiptust á forystu í leikhlutanum en Snæfell var búið að uppskera smá forystu þegar flautað var út úr fyrsta hluta 21-18.
Snæfell komst strax í 10 stiga forystu 30-20 með góðri svæðisvörn sem lokaði á Fjölni sem fengu heldur ekki fráköstin að ráði til að gera eitthvað úr sóknum sínum eftir erfið skot. Fjölnisstúlkur börðust og létu Snæfell ekki stökkva of langt frá sér en staðan í hálfleik var 38-28. Stigahæstar í fyrri hálfeik voru Berglind Gunnars með 11 stig fyrir Snæfell og Britney Jones 16 stig hjá Fjölni.
Fjölnisstúlkur voru ekki tilbúnar í að hleypa leiknum of mikið upp í hendurnar á Snæfelli og eltu með ekki meira en þessum c.a 8- 10 stigum sem munaði oftast á liðunum. Snæfell vilsi flýta sér heldur mikið, í þriðja hluta, að fá hlutina til að gerast og breikka bilið en það kom í bakið á þeim í slæmum skotum geng ágætri vörn Fjölnis. Það gekk ekki lengi þegar þreytan sagði til sín og Snæfell með meira úthald í leikinn og voru komnar í 20 stiga mun 56-36. Britney Jones var manna sprækust í Fjölnisliðinu en ljóst að hún gæti þetta ekki ein og t.a.m var Fanney Lind Guðmundsdóttir langt frá framlagi sínu úr síðasta leik. Staðan eftir þriðja hluta 58-39 fyrir heimastúlkur í Snæfelli.
Liðin voru ekki að skora hátt framan af fjórða hluta og hafði Fjölnir aðeins saxað á forskot Snæfells 66-54 en líkt og áður í leiknum var það einungis spursmál hvenær hægðist á leik Fjölnis og Snæfell jafnaði út stöðuna á ný, sem þær gerðu og komust aftur í 20 stiga forskot 77-57. Snæfell sigraði að lokum sannfærandi 79-59.
Stigaskor Snæfell: Kieraah Marlow 21/13frák. Hildur Björg 17/5 frák. Berglind Gunnars 13. Hildur Sigurðar 10/14 frák. Alda Leif 7/6 frák/7 stoð. Helga Hjördís 7. Rósa Kristín 4/4 frák. Rebekka Rán 0. Silja Katrín 0.
Stigaskor Fjölnir: Britney Jones 34/7 frák. Bergdís Ragnarsdóttir 9. Heiðrún Harpa 7/5 frák. Fanney Lind 5/4 frák. Hrund Jóhannsdóttir 4/7 frák. Dagbjört 0. Thelma María 0. Sigrún Anna 0. Erla Sif 0. Birna 0. Hugrún Eva 0. Erna María 0.
Mynd/ Úr safni: Þorsteinn Eyþórsson
Símon B. Hjaltalín