Körfuknattleiksdeild KR hefur samið við Brittany Wilson um að taka slaginn með þeim röndóttu í Domino´s deild kvenna á næstu leiktíð. Wilson er bandarísk og 22 ára bakvörður sem kemur frá Colorado háskólanum.
Á Facebook-síðu KR segir að Wilson þyki góður skotmaður og mikill leiðtogi.