spot_img
HomeFréttirBritney Jones í „Training Camp“ hjá Chicago

Britney Jones í „Training Camp“ hjá Chicago

Fjölniskonan Britney Jones var að fá boð um að mæta við æfingabúðir (e. Training Camp) hjá WNBA liðinu Chicago Sky. Þetta eru allt tiltölulega ný tíðindi því núna rétt undir kvöld fékk Jones boð um að mæta við búðirnar.
 
Jones er mjög sterkur leikmaður eins og við höfum fengið að kynnast tvö síðustu tímabil. Þó hún hafi fallið með Fjölni þessa leiktíðina voru tölurnar hennar ekkert slor, 31,6 stig að meðaltali í leik, 5,9 fráköst og 6,0 stoðsendingar.
 
Jones mun því á næstunni berjast fyrir því að komast að hjá liði í WNBA deildinni og verður forvitnilegt að sjá hvernig sú barátta muni ganga hjá henni.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -