Stjarnan samdi á dögunum við níu leikmenn fyrir komandi tímabil í Dominos deildinni. Sex þeirra leikmanna voru með þeim á síðasta tímabili, þær Bryndís Hanna Hreinsdóttir, Erla Dís Þórsdóttir, Hafrún Hálfdánardóttir, Helena Mikaelsdóttir, Kristín Fjóla Reynisdóttir og Ragna Margrét Brynjarsdóttir. Þrír leikmenn verða nýjir í herbúðum þeirra, þær Bríet Sif Hinriksdóttir (úr Keflavík), Jónína Þórdís Karlsdóttir (úr Val) og Sunna Margrét Eyjólfsdóttir (frá Haukum)
Einnig var gerður samningur við aðstoðarþjálfara, en Oddur Benediktsson, sem þjálfaði síðast Hamar í efstu deild, verður Pétri Má til halds og trausts næsta vetur.
Pétur Már Sigurðsson – Þjálfari Stjörnunnar:
Hérna er fréttatilkynningin í heild sinni:
Níu leikmenn skrifa undir hjá mfl. kvk
Í vikunni skrifaði körfuknattleiksdeild Stjörnunnar undir samning við níu leikmenn hjá meistaraflokki kvenna en undirskriftin átti sér stað í Mathúsi Garðabæjar. Bryndís Hanna Hreinsdóttir, Erla Dís Þórsdóttir, Hafrún Hálfdánardóttir, Helena Mikaelsdóttir, Kristín Fjóla Reynisdóttir og Ragna Margrét Brynjarsdóttir er spiluðu með liðinu á sínu fyrsta ári í efstu deild síðasta vetur munu allar halda áfram með Stjörnunni.
Síðan bættust þrír nýir leikmenn í hóp Stjörnunnar en það eru þær Bríet Sif Hinriksdóttir, Jónína Þórdís Karlsdóttir og Sunna Margrét Eyjólfsdóttir.
Á sama tíma var einnig skrifað undir samning við Odd Benediktsson um að vera aðstoðarþjálfari Péturs með meistaraflokk kvenna næsta vetur.
Stjarnan bíður nýja leikmenn og þjálfara innilega velkomna í Stjörnunna