spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild kvennaBríet eftir sigurinn í Grindavík "Höfum alls ekki gefið upp von um...

Bríet eftir sigurinn í Grindavík “Höfum alls ekki gefið upp von um að halda titlinum í Njarðvík”

Njarðvík lagði heimakonur í Grindavík í kvöld í 23. umferð Subway deildar kvenna, 72-87. Eftir leikinn er Njarðvík í 4. sæti deildarinnar með 24 stig á meðan að Grindavík er sæti neðar í því 5. með 18 stig.

Hérna er meira um leikinn

Bríet Sif Hinriksdóttir tók hreinlega leikinn í sínar hendur í síðari hálfleik eftir að hafa verið lítt áberandi í þeim fyrri. Hún er leikmaður sem stígur upp þegar þörfin er mest – alveg frábær. Karfan heyrði í Bríeti eftir leik.

“Ég er mjög ánægð með þennan sigur, og nú er ætlunin að gera bara enn betur það sem eftir lifir af leiktíðinni. Við erum núna loksins að fá inn okkar sterkasta lið eftir flakk og meiðsli og ég er bjartsýn á framhaldið. Við erum enn vissulega að reyna að finna alla okkar styrkleika og ef það tekst er ljóst að við verðum sterkari og sterkari; eigum fullt inni. Stefnan er að gera góða hluti í úrslitakeppninni og við vorum “underdogs” í fyrra og fórum alla leið. Við verðum bara að sjá til hvað gerist í vor, en það er alveg ljóst að við ætlum að selja okkur dýrt og höfum alls ekki gefið upp von um að halda titlinum í Njarðvík – alls ekki.”

Fréttir
- Auglýsing -