spot_img
HomeFréttirBrian Halums til Keflavíkur

Brian Halums til Keflavíkur

Keflavík hefur samið við hinn bandaríska Brian Halums um að leika með liðinu á komandi tímabili í úrvalsdeild karla. Brian er 23 ára skotbakvörður sem kemur til liðsins frá Al Fateh í Sádi Arabíu, en áður en hann fór þangað lék hann með Arkansas í bandaríska háskólaboltanum.

Brian mun þó ekki vera með Keflavík á morgun gegn Tindastól í 8 liða úrslitum VÍS bikarkeppninnar, en félagið gerir ráð fyrir að hann verði kominn til landsins þann 15. september.

Fréttir
- Auglýsing -