
Brian Grant fyrrum framherji úr NBA deildinni hefur greint frá því að hann sé haldin Parkinson veikinni. Grant lék í NBA deildinni í 12 ár og lék þar með liðum Miami, Lakers, Portland, Sacramento og Pheonix. Brian Grant var þekktur fyrir baráttu sína undir körfunni og var sérstaklega ósérhlífinn þegar kom að því að fórna sér eftir tuðrunni. Grant fór að fá lítin „titring“ í vinstri hendi síðasta sumar og nú í Janúar var hann greindur með Parkinson. Grant hefur verið í sambandi við tvo kunna menn sem haldnir eru veikinni en það eru þeir Michael J Fox og sjálfur Muhammad Ali. Þessir kappar hafa verið Grant miklar stoðir og hjálpað honum að undirbúa þær breytingar sem munu verða í kjölfar sjúkdómsins. Grant sem neyddist til að ljúka ferli sínum vegna slæmra meiðsla í hné var með tæp 11 stig og 7 fráköst á leik þann tima sem hann spilaði í deildinni. Pat Riley þjálfaði Grant hjá liði Miami var harmi sleginn þegar hann heyrði af þessu. „Grant er augljóslega einn af bestu liðsmönnum og baráttu hundum sem ég hef þjálfað á mínum ferli. Þetta eru sorglegar fréttir fyrir drenginn, en ef ég þekki hann rétt mun hann finna leið til að berjast gegn þessu því hann þannig er hann.“ sagði Riley við fjölmiðla.
Brian Grant með Parkinson
Fréttir



