spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaBrian Fitzpatrick í Vesturbæinn

Brian Fitzpatrick í Vesturbæinn

KR hefur samið við Brian Fitzpatrick um að leika með liðinu á yfirstandandi leiktíð í Subway deild karla.

Brian er 33 ára, 203 cm, bandarískur/írskur framherji/miðherji sem kemur til liðsins frá Bashkimi sem leikur í úrvalsdeildinni í Kósóvó sem og í Balkan-deildinni.

Brian er reyndur atvinnumaður og er að spila sitt níunda tímabil sem slíkur. Brian hefur leikið í efstu deild í Grikklandi, Danmörku, Japan, Tékklandi, Svíþjóð, Argentínu og Ukraínu. Íslenskir körfuknattleiksunnendur ættu að muna eftir honum í liði Hauka tímabilið 2020-2021, en þar var hann með 14 stig og 10 fráköst að meðaltali í leik.

Samkvæmt tilkynningu félagsins er Brian væntanlegur til liðsins í dag.

Fréttir
- Auglýsing -