spot_img
HomeFréttirBreyttar reglur um dvalarleyfi gætu haft áhrif í körfunni

Breyttar reglur um dvalarleyfi gætu haft áhrif í körfunni

Nýjar reglur Útlendingastofnunar um dvalarleyfi þeirra sem búið hafa í Bandaríkjunum síðustu fimm árin taka gildi hinn 1. september. www.mbl.is greinir frá. 
Reglurnar gætu haft mikil áhrif á íslenskan körfuknattleik því nú gætu íslensk félög þurft að bíða í margar vikur eftir því að fá bandaríska leikmenn til landsins. Ætli fólk sem búsett er í Bandaríkjunum að fá dvalarleyfi hérlendis, þarf það að framvísa sakavottorði frá alríkislögreglunni FBI. Áður var nóg að framvísa sakavottorði frá stofnunum í ríki viðkomandi einstaklings.
 
 
Ljósmynd/ Justin Shouse er einn þeirra Bandaríkjamanna sem leikið hefur hvað lengst hérlendis.
Fréttir
- Auglýsing -