spot_img
HomeFréttirBreytt landsleikjafyrirkomulag kvenna

Breytt landsleikjafyrirkomulag kvenna

Stjórn FIBA Europe ákvað á fundi sínum í lok vikunar að frá og með og með næsta hausti verði undankeppni EM kvenna spilað innan keppnistímabilsins og í „gluggum“. Undankeppni EM kvenna 2017 mun því hefjast í nóvember á næsta ári. Keppnistímabilið 2015/2016 verða því landsleikjahlé á þessum tímum:
 
 
16. nóv-26. nóv og leikdagar laugardaginn 21. nóv og miðvikudaginn 25. nóv.
15. feb-25. feb og leikdagar laugardagurinn 20. feb og miðvikudagurinn 24. feb.
 
Hannes S. Jónsson formaður KKÍ er einnig stjórnarmaður hjá FIBA Europe og setti hann inn eftirfarandi pistil á Facebook-síðu sína rétt í þessu:
___
 
Í lok vikunnar var ég á stjórnarfundi FIBA Europe og var þar margt áhugavert rætt og ákveðið.
Ein af stærri ákvörðunum sem teknar hafa verið á vettangi FIBA Europe undanfarin ár var tekin á þessum fundi þegar samþykkt var að fara með undankeppni EM kvenna inn í keppnistímabilið og að spila í „gluggum“. Þetta er mjög ánægjulegt og mun án efa efla körfuboltann og eitt af því sem við frá Íslandi höfum talað fyrir í mörg ár.
Undankeppni EM2017 hjá konunum hefst því í nóvember á næsta ári og verður landsleikjahlé á næsta tímabili í nóvember og febrúar eða: 16.nóv-26.nóv og leikdagar laugardaginn 21.nóv og miðvikudaginn 25.nóv., 15.feb-25.feb og leikdagar laugardagurinn 20.feb og miðvikudagurinn 24.feb.
Það verður svo eftir lokamótið hjá körlunum 2017 sem undankeppni karla fer inní keppnistímabilið og í „glugga“ en undankeppni fyrir EM2017 hjá körlum verður spilað í september 2016 þegar Ól í Ríó er afstaðið.
Það er metþátttaka í skráningum fyrir EM unglingamótin (U16, U18, U20) næsta sumar en 237 lið eru skráð og t.d. í U18 drengir eru 48 lönd sem senda lið á EM. Þetta er ánægjuleg þróun sem meðals annars er til komin vegna þeirra ákvörðunar sem við í stjórninni tókum á fundi í september að styðja hvert aðildarlöndin með 5000 evru framlagi fyrir hver lið sem tekur þátt í EM.
Lokamótin – EuroBasket karla og kvenna á næsta var töluvert rætt og farið yfir stöðuna á þessum mótum. Einnig var 3×3 , samvinna boltagreinanna í Evrópu og Euroleague töluvert rætt ásamt ýmsu öðru.
Á fimmtudagskvöldð var okkur boðið á leik Bayern Munchen – Fenerbahce í Euroleague , frábært stemming og skemmtilegur leikur sem endaði með sigri Fenerbahce.
 
Fréttir
- Auglýsing -