Út er kominn nýjasti þátturinn af Run and Gun með fyrrum þjálfaranum og fjölmiðlamógulnum Máté Dalmay.
Með Máté í þessum síðasta þætti eru Grindvíkingurinn Ármann Vilbergsson og Valsarinn Steinar Aronsson. Upptökuna er hægt að nálgast hér á Spotify og þá er hægt að horfa á þáttinn á YouTube hér fyrir neðan, en í honum er meðal annars farið yfir sviðið í Bónus deild karla.
Leikmannahópar liða Bónus deildar karla eru mikið til umræðu í þættinum og er þar að finna uppfærðan lista leikmanna sem Run and Gun vill sjá lið deildarinnar losa sig við.
Þá fara þeir einnig yfir viðbætur liða Bónus deildarinnar þessar síðustu vikur og gefa þeim einkunnir. Umræðuna er hægt að hlusta á í síðasta þætti af Run and Gun og þá er hægt að horfa á spjallið hér fyrir ofan.




