spot_img
HomeFréttirBreytingar í Haukum ? Morten hættur

Breytingar í Haukum ? Morten hættur

15:33

{mosimage}
(Morten Þór Szmiedowicz)

Töluverðar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Hauka í Iceland Express-deild karla.

Miðherji liðsins, Morten Þór Szmiedowicz, hefur ákveðið að taka sér frí frá körfuknattleiksiðkun um óákveðin tíma. Sigurður Þór Einarsson er frá vegna botnlangakasta og Elvar Traustason er farinn á láni til Breiðabliks.

Samkvæmt heimasíðu Hauka hefur Morten Þór Szmiedowicz ákveðið að hætta að spila körfubolta. Hann segist vera kominn með leið og því sé tími til að taka sér frí.

Þetta er mikill missir fyrir Hauka en Morten er einn stærsti leikmaður deildarinnar, 207 sm á hæð.

Sigurður Þór Einarsson verður frá æfinga og keppni í einhvern tíma en hann fór í botnlangauppskurð á föstudaginn síðastliðinn. Ekki er vitað hvenær hann geti farið að æfa á ný.

{mosimage}
(Sigurður Þór Einarsson)

Haukar og Breiðablik hafa gert með sér venslasamning og hefur hinn 19 ára gamli Elvar Traustason gengið til liðs við Breiðablik á láni. Hann mun vonandi nýtast Breiðablik vel í baráttunni um sæti í Iceland Express-deild karla á næsta vetri en þeir töpuðu í gærkvöldi fyrir FSu.

{mosimage}
(Elvar Traustason)

Sjá frétt á heimasíðu Hauka – hér.

myndir: Gunnar Freyr og [email protected]

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -