spot_img
HomeFréttirBreytingar hjá Tindastól

Breytingar hjá Tindastól

19:00
{mosimage}

(Buettner í leik með danska liðinu Svendborg)

Ákveðið hefur verið að segja upp samningi við hinn bandaríska leikmann Tindastóls, Donald Brown. Samkvæmt heimasíðu Tindastóls ku Brown hafa verið daufur í undanförnum leikjum og þó hann hafi skorað 27 stig í síðasta leik var ákveðið að láta hann fara.  

Einnig vantar liðinu meiri styrk í teignum eftir að Konarzewski fór. Búið er að finna staðgengil Donalds og heitir sá Joshua Buettner. Hann er 206 cm á hæð og fæddur 1985. Hann hefur leikið í vetur í Sviss, en þar áður í Danmörku og stóð sig mjög vel þar og var meðal annars valinn leikmaður ársins í Danmörku 2006-2007. Það er von á honum í vikunni, en næsti leikur Tindastóls er á útivelli við Skallagrím þann 24. janúar. 

Frá þessu er greint á www.tindastoll.is

Fréttir
- Auglýsing -