spot_img
HomeFréttirBreytingar hjá Þór Þorlákshöfn ? Björn og Tom Port hættir

Breytingar hjá Þór Þorlákshöfn ? Björn og Tom Port hættir

14:07

{mosimage}
(Tom Port með Þór fyrr í vetur)

Lið Þórs frá Þorlákshöfn er komið með nýjan þjálfara en Björn Hjörleifsson er hættur með meistaraflokkinn. Á heimasíðu Þórs kemur fram að Björn þurfti að hætta vegna nna i vinnu og hann taldi sig ekki hafa nægan tíma fyrir liðið. Við starfi hans tekur Hallgrímur Brynjólfsson en hann hefur leikið með liðinu í vetur og skorað um 14 stig í leik.

Ásamt þjálfaraskiptunum hefur Tom Port yfirgefið félagið og var það ákvörðun stjórnar og nýs þjálfara. Nýr erlendur leikmaður mun ekki koma í hans stað heldur á að byggja upp á ungum strákunum í félaginu.

Tom Port spilaði 10 leiki með Þór í 1. deildinni og skoraði 24 stig, tók 10,2 fráköst, gaf 3,2 stoðsendingar og stal 1,5 bolta á þeim 36,8 mínútum sem hann lék að meðaltali í leik.

[email protected]

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -