KKÍ sendi rétt í þessu frá sér tilkynningu þess efnis að reglum um félagaskipti leikmanna hafi verið breytt.
Hægt er að sjá gegnum fingur sér að þetta sé til þess að koma í veg fyrir það sem Stjarnan hefur gert í tvígang, í fyrra skiptið fékk Stjarnan leikmann Hrunamanna Ahmad Gilbert lánaðan fyrir bikarleiki sína en í það seinna skráðu þeir leikmann sinn Pablo Bertone í annað félag fyrst (KFG) til þess að hann gæti tekið út leikbann hraðar.
Breytingu reglunnar má lesa hér fyrir neðan.
Stjórn KKÍ hefur gert breytingar á reglum um félagaskipti og taka breytingarnar strax gildi.
Gerðar voru breytingar á þriðju (3) grein reglugerðar um félagaskipti og á grein fjörutíu og fimm (45) í reglugerð um körfukattleiksmót þar sem fjallað eru um bikarkeppni.
Helstu breytingar eru:
-Leikmanni í tveimur efstu deildum karla og kvenna er óheimilt að skipta yfir í sama félagslið og viðkomandi hefur áður spilað með innan sama keppnistímabils. Viðkomdi getur skipt í það félag eftir 31. maí.
-Eingöngu er hægt að spila með einu félagsliði í bikarkeppninni meistaraflokka á sama keppnistímabili
Reglugerðirnar hafa báðar verið uppfærða hér á kki.is



