Tvísýnt er með hvort Ísland muni mæta Bretlandi í undankeppni HM í lok nóvember.
Breska landsliðið er undir rannsókn FIBA vegna mögulegrar stofnunar deildar tengdri auðmanninum Marshall Glickman, en FIBA hefur sett A landslið þjóðarinnar í keppnisbann á meðan.
Samkvæmt vefmiðlinum mbl.is eru einhverjar líkur þó taldar á að Ísland leiki gegn Bretlandi, eða annarri þjóð þann 30. nóvember, en framkvæmdarstjóri KKÍ Hannes Jónsson segir helmingslíkur á því. Segir hann ennfrekar í samtali við miðilinn að staðan sé nokkuð óljós varðandi þetta í dag, en von sé á að leyst verði úr þessari flækju innan FIBA.



