Næstkomandi sunnudag leikur Ísland sinn fyrsta leik í undankeppni Evrópumóstins, EuroBasket 2015. Leikið er gegn Bretum og hefst leikurinn kl. 19:00. Miðasala er hafin á midi.is. Liðsskipan Breta má finna inni á heimasíðu FIBA Europe og þar sést að NBA leikmaðurinn Luol Deng er ekki á skrá. Þar fer bílhlass af hæfileikum sem íslenska vörnin þarf þá ekki að hafa áhyggjur af.
Þrátt fyrir fjarveru Deng vantar enga aukvisa í lið Breta en þar má t.d. nefna miðherjann Eric Boateng sem í vetur lék með Pau-Orthez í Frakklandi. Ashley Hamilton er einnig sterkur spilari og Myles Hesson framherji hjá Ulm í Þýskalandi. Hinn 25 ára gamli Daniel Clark er einnig öflugur en hann var á mála hjá Labor Kutxa í ACB deildinni á Spáni á síðustu leiktíð.
Viðureign Íslands og Bretlands hefst kl. 19:00 og verður leikurinn í beinni útsendingu hjá RÚV.
Mynd/ KKÍ: Íslenska landsliðið sem lék á dögunum tvo æfingaleiki við Lúxemborg ytra.




