spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaBreskur deildarmeistari

Breskur deildarmeistari

Fyrrum þjálfari Selfoss og leikmaður Tindastóls Chris Caird varð um helgina breskur deildarmeistari með London Lions, en Chris hefur verið aðstoðarþjálfari liðsins á þessari leiktíð.

Lions urðu sófameistarar þar sem að liðið í öðru sæti deildarinnar Cheshire Phoenix töpuðu leik sínum gegn Leicester Riders, en Lions eru 22 stigum fyrir ofan Phoenix í deildinni þegar enn eru fimm umferðir eftir.

Þetta mun vera annnar deildarmeistaratitill félagsins í röð, en þeir eru einnig handhafar breska meistaratitilsins, sem og bikarmeistarar.

Fréttir
- Auglýsing -