spot_img
HomeFréttirBreogan áfram á toppi LEB Gold

Breogan áfram á toppi LEB Gold

Breogan lagði Barcelona II 70-65 Í LEB Gold deildinni á Spáni í gær en deildin er sú næstefsta á Spáni. Þar með eru Haukur Helgi Pálsson og félagar áfram á toppi deildarinnar en toppbaráttan er gríðarlega jöfn og spennandi.
 
 
Haukur Helgi virðist hafa gleymt skotskónum í gær því 6 teigskot fundu sér ekki heimili og eini þristurinn hans ekki heldur. Haukur skoraði ekki í leiknum en var með 2 fráköst og 2 stoðsendingar.
 
Þrjú lið eru jöfn og efst á toppi LEB Gold en það eru Breogan, Andorra og Palencia en öll liðin hafa unnið 11 leiki í deildinni og tapað 3.
 
LEB Gold Standings
 1. Breogan 11-3 
 2. Andorra 11-3 
 3. Palencia 11-3 
 4. Burgos 9-5 
 5. Coruna 9-5 
 6. Oviedo 9-5 
 7. Penas Huesca 7-7 
 8. Forca Lleida 6-8 
 9. Cocinas.com 6-8 
 10. Melilla 5-9 
 11. Clinicas Rincon 5-9 
 12. Ourense 4-10 
 13. Planasa NV 3-11 
 14. FCB Regal II 2-12 
 
Fréttir
- Auglýsing -