spot_img
HomeFréttirBrenton: Tilbúinn ef kallið kemur

Brenton: Tilbúinn ef kallið kemur

19:00

{mosimage}
(,,Það er kannski kominn tími á að hleypa yngri mönnum að,” Brenton Birmingham)

Brenton Birmingham leikmaður Grindavíkur var ekki í 23 manna æfingahópi Sigurður Ingimundarsonar, landsliðsþjálfara, fyrir verkefni sumarsins. Brenton vildi ekki gefa það út í samtali við Karfan.is að hann hafi spilað sinn síðasta landsleik en það væri kominn tími til að treysta yngri leikmönnum.

,,Það er kannski kominn tími á að hleypa yngri mönnum að,” sagði Brenton við Karfan.is en hann telur að yngri leikmenn verði að fara axla ábyrgð. ,,Ég hef engar áhyggjur að þeir valdi henni ekki,” sagði Brenton.

Varðandi sumarið sagði Brenton að hann hafi góða tilfinningu fyrir íslenska landsliðinu og liðið væri komið á það stig að fara keppa um topp sætin. ,,Liðið náðu góðu skriði síðasta sumar og þetta var eitt besta landsliðssumarið frá upphafi hjá Íslandi. Það er kominn tími til að liðið farið að kljást um toppsæti og það verður áhugavert að fylgjast með og sjá hvernig fer,” sagði Brenton.

Brenton hefur verið einn allra besti leikmaður Iceland Express-deildarinnar undanfarin ár og varðandi það hvort hann hafi spilað sinn síðasta leik teldi hann það skynsamlegt að hleypa yngri leikmönnum að og taldi það ólíklegt að hann myndi spila á næsta ári með landsliðinu. En hann væri samt tilbúinn ef kallið kæmi. ,,Það væri ekki eðlilegt ef það ætti að leyfa yngri strákunum að reyna sig meira í sumar og svo kalla á mig árið eftir. En ég er tilbúinn að koma ef aðstæður hjá landsliðinu væru þannig að það væri þörf fyrir mig. Ég myndi ekki bregðast,” sagði Brenton sem kvaðst sáttur við sinn tíma hjá landsliðinu.

Aðspurður hvort að líkaminn væri farinn að taka sinn toll játaði Brenton því en taldi sig í góðu formi og síðasta vetur hafi líkaminn haldist nokkuð góður. En hefur landsliðið tekið mikið frá þér þegar tímabilið hefst? ,,Þetta er tvíeggja. Þegar maður er að spila með landsliðinu er maður í toppformi þegar tímabilið hefst en leikjaálagið getur verið gríðarlegt. Og fyrir leikmenn eins og mig þá hef ég kannski bara gott af hvíldinni,” sagði Brenton í léttum tón.

Þó að Brenton spili ekki með landsliðinu í sumar þá munum við sjá hann á parketinu í vetur með þeim gulu í Grindavík og Brenton taldi sig eiga nokkur góð ár eftir í boltanum.

Emil Örn Sigurðarson

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -