spot_img
HomeFréttirBrenton og Sæunn best hjá Njarðvík

Brenton og Sæunn best hjá Njarðvík

07:00

{mosimage}
(Brenton, Damon og Daníel á lokahófinu)

Lokahóf meistaraflokkana hjá Njarðvík fór fram fyrir skömmu og voru þau Brenton Birmingham og Sæunn Sæmundsdóttir valin bestu leikmenn meistaraflokkana hjá Njarðvík í vetur. Frá þessu er greint á heimasíðu Njarðvíkur.

Þau Daníel Guðmundsson og Anna María Ævarsdóttir þóttu efnilegustu leikmennirnir og Damon Bailey var kjörinn sá leikmaður úrslitakeppninnar hjá körlunum.

Hægt er að sjá myndir af hófinu hér.

[email protected]

Mynd: umfn.is/korfubolti

Fréttir
- Auglýsing -