spot_img
HomeFréttirBrenton ekki með Njarðvík í kvöld

Brenton ekki með Njarðvík í kvöld

8:45

{mosimage}

(Brenton Birmingham leikur ekki með Njarðvík í kvöld)

Reykjanesbæjarliðin Njarðvík og Keflavík leika í FIBAEuroCup Challenge í Úkraínu í kvöld. Eins og karfan.is greindi frá í gær voru liðin samferða áleiðis á leikstað en í Kiev skildu leiðir þar sem Keflavík flaug áfram til Dnepropetrovsk en Njarðvíkingar keyrðu til Cherkasy. 

Keflavík stillir upp sínu sterkasta liði í leiknum en þeir fóru með 10 manna hóp manna sem hafa myndað kjarnann í leikjum haustsins. Á heimasíðu þeirra má lesa fréttir af hópnum í Úkraínu. Arnar Freyr Jónsson fór reyndar ekki með liðinu vegna prófa.

Aðeins fóru 9 leikmenn frá Njarðvík þar sem Brenton Birmingham og Jóhann Árni Ólafsson komust ekki með liðinu og einungis Hjörtur Hrafn Einarsson hafði tök á að fara með. Aðrir í æfingahóp Njarðvíkur komust ekki með vegna prófa í skólum. Báðir leikirnir hefjast klukkan 17 að íslenskum tíma í dag og er vonandi að hægt verði að fylgjat með á heimasíðu FIBAEurope.

runar@karfan.is

Fréttir
- Auglýsing -