spot_img
HomeFréttirBrenton Birmingham: Megum ekki hengja haus

Brenton Birmingham: Megum ekki hengja haus

{mosimage}

 

 

Brenton Birmingham var atkvæðamestur í íslenska liðinu gegn Finnum í kvöld. Brenton gerði 20 stig í leiknum en var að vonum niðurlútur eftir leik þegar Karfan.is tók hann stuttu tali.

 

,,Við töpuðum leiknum og það er erfitt að kyngja því en við getum vel byggt á reynslunni úr þessum leik í næstu leikjum. Við megum ekki hengja haus og verðum að halda ótrauðir áfram,” sagði Brenton.

 

Íslenska liðið átti hryllilegan upphafskafla í síðari hálfleik og sagði Brenton að það gæti verið hættulegt að fara með um 10 stiga forskot í hálfleik. ,,Tempóið í liðinu hvarf í hálfleik, þegar maður fer með svona forskot inn í leikhlé getur komið fyrir að lið slappi óviljandi af í síðari hálfleik. Það gerðum við og Finnar náðu góðum kafla í 3. leikhluta sem byggðist á sterkri vörn hjá þeim,” sagði Brenton.

 

Hver þriggja stiga karfan á fætur annarri rataði rétta leið í fyrri hálfleik en hið sama var ekki uppi á teningnum í þeim síðari. ,,Þegar maður hittir vel þá verður tilhneiging til þess að halda áfram að skjóta en það maður verður að þekkja mörkin, hvenær þurfi að breyta til og sækja inn í teig þegar skotin eru ekki að detta fyrir utan,” sagði Brenton og vildi meina að íslenska liðið hefði ekki staðið sig í vörninni í 3. leikhluta. ,,Við leyfðum Finnum að ná góðum köflum og gátum ekki stöðvað þá þegar mest þurfti og það varð okkur að falli,” sagði Brenton að lokum.

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -