spot_img
HomeFréttirBremarhaven tapaði í síðustu umferð: Ólafur meiddist lítillega

Bremarhaven tapaði í síðustu umferð: Ólafur meiddist lítillega

09:19
{mosimage}

(Ólafur í leik með U-18 ára landsliði Íslands í fyrra)

Grindvíkingurinn Ólafur Ólafsson og félagar í Eisbaren Bremerhaven lágu í gær 80-69 gegn Central Hoops Berlin í síðustu umferð unglingadeildarinnar í Norðausturriðli í Þýskalandi. Ólafur var næststigahæstur í liði Bremerhaven með 14 stig og 6 fráköst.

Bremerhaven léku í gær án nokkurra sterkra leikmanna og þá meiddist Ólafur lítillega á annarri öxlinni en fer til læknis í dag til að kanna hver staða meiðslanna sé. Næst á döfinni er úrslitakeppnin í unglingadeildinni þar sem Bremerhaven mæta sterku liði Hagen í fyrstu umferð. Leikirnir í úrslitakeppninni eru 8. og 15. mars og oddaleikur ef þar verður 22. mars.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -