spot_img
HomeFréttirBreki Gylfason til liðs við Appalachian State

Breki Gylfason til liðs við Appalachian State

Ljóst er að Haukar verða án Breka Gylfasonar á næsta tímabili en hann mun hefja nám við bandarískan háskóla og leika körfubolta samhliða. Breki Gylfason hefur samið við Appalachian State háskólann í Bandaríkjunum en þetta staðfesti hann í samtali við Karfan.is. 

 

Appalachian State er í North Carolina og leikur í efstu deild í háskólaboltanum og í „Sun Belt" deildinni. Liðið vann 15 leiki og tapaði 18 á nýliðinni leiktíð en tvisvar í sögunni hefur liðið farið í mars fárið. 

 

Breki lék með Haukum síðustu tvö tímabil en er uppalin hjá Breiðablik. Hann var með 7,3 stig og 3,2 fráköst að meðaltali með Haukum á síðustu leiktíð. Breki átti frábæra spretti á tímabilinu og eftirminnilega í oddaleik átta liða úrslita gegn Keflavík þar sem hann sneri leiknum Haukum í hag. 

 

Til gamans má geta að mikill rígur er milli App State háskólans og Davidson háskólans enda minna en 100 mílur á milli þeirra. Með Davidson háskólanum leikur Jón Axel Guðmundsson og því er von á íslenskum nágrannaslag á næsta tímabili. 

 

Fréttir
- Auglýsing -