spot_img
HomeFréttirBreiði Grikinn til Maccabi Tel Aviv

Breiði Grikinn til Maccabi Tel Aviv

Sofoklis Schortsanitis er einhver breiðasti körfuboltamaðurinn í bransanum þessa dagana. Hann hefur verið einn besti leikmaður Grikkja undanfarin ár og verið sterkur fyrir Olympiacos. Hann hefur nú skipt um lið og er farinn til David Blatts.
Schortsanitis sem er rúm 155 kíló var valinn árið 2003 af Los Angeles Clippers í nýliðavalinu æfði um tíma í Kaliforníu í sumar. Töldu margir að hann myndi skrifa undir hjá þeim en svo reyndist ekki.
 
Fór hann til stórveldisins Maccabi Tel Aviv og verður einn fjölmargra landsliðsmanna hjá Ísraelunum. Gerir hann tveggja ára samning við þá.
 
,,Um leið og ég ákvað að yfirgefa Grikkland fór ég að leita að stóru félagi. Félagi sem er vel rekið og með frábæra sögu, þar sem ég gæti lagt eitthvað af mörkum. Ég fann allt þetta í Maccabi Tel Aviv,” sagði Schortsanitis við fjölmiðla í Ísrael.
 
Schortsanitis hefur leikið með landsliði Grikkja og vann til silfurverðlauna á HM 2006, var í Ólympíuliði þeirra árið 2008 og var með 11.9 stig og 3.4 stig fyrir þá þegar þeir náðu bronsi á EM í fyrra. Hann er að kljást við smávægileg meiðsli en verður án efa í HM hópi Grikkja.
 
Hann var einnig orðaður við erkifjendurna í Panathinaikos og Valencia í sumar.
 
 
Mynd: Sofo eins og hann er þekktur sem verður ekki í NBA á næsta vetri. Hér ræðir hann við fjölmiðla í Ísrael.
 
 
Fréttir
- Auglýsing -