spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaBreiðhyltingar endurheimta leikmann frá Íslandsmeisturunum

Breiðhyltingar endurheimta leikmann frá Íslandsmeisturunum

Nína Jenný Kristjánsdóttir hefur á nýjan leik samið við ÍR og mun vera með liðinu á komandi tímabili í fyrstu deild kvenna. Nína kemur til liðsins frá Íslandsmeisturum Vals, en þangað fór hún frá ÍR með þjálfara sínum Ólafi Jónasi Sigurðarsyni fyrir síðasta tímabil.

Síðast lék Nína í fyrstu deildinni tímabilið 2019-20, en þá skilaði hún 13 stigum, 5 fráköstum, 2 stoðsendingum og 2 vörðum skotum að meðaltali í leik.

ÍR áttu nokkuð góða deildarkeppni á síðasta tímabili þar sem að liðið hafnaði í öðru sæti á eftir Njarðvík. Þeim var hinsvegar sópað út úr undanúrslitunum af Grindavík, en Grindavík hafði klárað deildarkeppnina í sæti fyrir neðan þær. Liðið hefur síðan skipt um þjálfara, en Ísak Máni Wium sagði starfi sínu lausu og við tók Kristjana Eir Jónsdóttir.

Tilkynning:

Það gleður okkur að kynna að Nína Jenný Kristjánsdóttir hefur skrifað undir samning við Körfuknattleiksdeild ÍR og mun taka slaginn með okkur í vetur.

Fréttir
- Auglýsing -