spot_img
HomeFréttirBreiðabliksstúlkur svo gott sem búnar að tryggja sig

Breiðabliksstúlkur svo gott sem búnar að tryggja sig

00:00

{mosimage}

Victoria Crawford var stigahæst Blika í kvöld 

Meistaraflokkur kvenna vann frábæran sigur á Stúdínum í kvöld, 75-82, í spennandi leik sem fram fór í íþróttahúsi Kennaraháskólans. Með sigrinum setja Blikastelpur mikla pressu á Hamarsstúlkur sem verða að vinna Keflavík á miðvikudagskvöldið, annars eru þær fallnar í 2. deild.

Stúdínur byrjðu betur í leiknum og leiddu eftir 1. leikhluta, 18-13. Blikastelpur settu meiri kraft í leik sinn í 2. hluta á náðu að saxa forskotið niður í eitt stig, 38-37 og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Stelpurnar lögðu grunninn að þessum magnaða sigri í 3. leikhluta og unnu hlutann 17-26. Jafnt var svo á með liðunum í síðasta fjórðung, mikil spenna og dramatík á lokamínútunum en stelpurnar héldu haus og innbyrtu 2 gríðarlega mikilvæg stig í botnbaráttunni.

Sem fyrr dró Victoria Crawford vagninn og greinilegt á öllu að þarna er á ferðinni frábær leikmaður. Victoria setti 41 stig, tók 11 fráköst, stal 6 boltum og varði 4 skot! Aðrir leikmenn börðust eins og grenjandi ljón og sýndu mikinn sigurvilja.

Stelpurnar eiga einn leik eftir sem er heimaleikur gegn Hamri.

 

www.breidablik.is

 

Mynd: vf.is

Fréttir
- Auglýsing -