spot_img
HomeFréttirBreiðablik skoraði 107 í Keflavík og vann

Breiðablik skoraði 107 í Keflavík og vann

20:37

{mosimage}

Nú er fyrsta leik kvöldsins lokið en Grindavík sigraði Skallagrím 126-59 í Borgarnesi, KR vann Snæfell í hörkuleik í DHL höllinni 91-80 og í Keflavík unnu nýliðar Breiðabliks stórsigur á heimamönnum, 107-86.

Í 1. deild unnu Fjölnismenn Hrunamenn á Flúðum 110-86 en í hinum leik kvöldsins í 1. deild unnu Haukar Laugdæli 120-75.

Páll Axel Vilbergsson og Guðlaugur Eyjólfsson skoruðu 24 stig hvor fyrir Grindavík en Þorsteinn Gunnlaugsson var stigahæstur heimamanna með 16 stig.

Í Vesturbænum var Jason Dourisseau stigahæstur KR inga með 21 stig og 13 fráköst en Jón Arnór Stefánsson var með þrefalda tvennu, skoraði 19 stig, tók 10 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Sigurður Þorvaldsson var stigahæstur Snæfellinga með 24 stig og tók 14 fráköst en Snæfell lék án Hlyns Bæringssonar sem er meiddur.

Í Keflavík var Nemanja Sovic sjóðheitur og skoraði 41 stig, þar af 28 í fyrri hálfleik. Hörður Axel Vilhjálmsson var stigahæstur Keflvíkinga með 21 stig.

Tryggvi Pálsson var stigahæstur Fjölnismanna með 20 stig en Caleb Holmes skoraði 28 stig fyrir Hrunamenn.

Sveinn Ómar Sveinsson skoraði mest Haukamanna í kvöld eða 29 stig en Pétur Már Sigurðsson skoraði 25 fyrir Laugdæli.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -