18:33
{mosimage}
(Eggert Baldvinsson er kominn á ról!)
Við stefnum að því að senda beint út leik Breiðabliks og Skallagríms sem fram fer í Iceland Express deild karla í kvöld en leikurinn hefst kl. 19:15 í Smáranum í Kópavogi.
Venju samkvæmt viljum við reka þann varnagla að ef netsambandið fer að stríða okkur þá munum við engu að síður hlaða leiknum inn á útsendingarsíðuna okkar þar sem hægt verður að nálgast allan leikinn undir liðnum endursýning á vefútsendingarhluta Karfan.is
Útsending hefst rétt fyrir leik og hana er hægt að nálgast hér á Karfan.is á hnappnum ,,Karfan í beinni“ hér vinstra megin á síðunni.
Við hvetjum lesendur sem ætla að horfa á leikinn til þess að fara á spjallborðið á útsendingarhlutanum og tjá sig um hvort þeir nái sambandi við útsendinguna og hvernig þeim finnist gæðin.