spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild kvennaBreiðablik náði í fyrsta sigur vetrarins

Breiðablik náði í fyrsta sigur vetrarins

Breiðablik vann nýliða Grindavíkur í dag með 6 stigum, 70-64, í sjöundu umferð Dominos deildar kvenna. Fyrir leikinn voru liðin bæði án sigurs í deildinni, því Breiðablik nú í 7. sætinu einum sigurleik fyrir ofan Grindavík í því 8.

Það voru heimakonur í Breiðablik sem byrjuðu leik dagsins betur. Leiddu með sjö stigum þegar að fyrsta leikhluta lauk, 26-19. Undir lok fyrri hálfleiksins gerðu nýliðar Grindavíkur þó vel í að hleypa þeim ekki lengra framúr sér, minnkuðu muninn eilítið. Staðan í hálfleik 41-38.

Í upphafi seinni hálfleiksins var leikurinn svo áfram jafn og spennandi. Mikið um sterkar varnir í þriðja leikhlutanum, sem að endaði 48-43 heimakonum í vil. Í lokaleikhlutanum gerðu þær svo það sem að þurfti til að sigla að lokum nokkuð góðum sex stiga sigurleik í höfn, 70-64.

Atkæðamest fyrir Breiðablik í leiknum var Violet Morrow með 17 stig, 15 fráköst og 6 stoðsendingar. Fyrir gestina úr Grindavík var það Kamilah Jackson sem dróg vagninn með 15 stig, 10 fráköst og 8 stoðsendingar.

Tölfræði leiks

Myndasafn

Myndir / Bjarni Antonsson

Fréttir
- Auglýsing -