spot_img
HomeFréttirBreiðablik meistari 2. deildar 10. flokks stúlkna

Breiðablik meistari 2. deildar 10. flokks stúlkna

Breiðablik varð um helgina meistari 2. deildar 10. flokks stúlkna eftir sigur gegn Val í úrslitaleik í Blue Höllinni, 79-63. Eftir jafnan leik framan af náði Breiðablik forystunni um miðbik þriðja leikhluta og unnu að lokum 16 stiga sigur. Embla Hrönn Halldórsdóttir var valin maður leiksins, en hún skilaði 25 stigum, 13 fráköstum, 8 stolnum boltum og 4 stoðsendingum.

Hér fyrir ofan má sjá mynd af meistaraliðinu ásamt þjálfara þeirra Ívari Ásgrímssyni.

Mynd / KKÍ

Fréttir
- Auglýsing -